Daily Archives: 12/07/2019

Maddý selur gömludagadót

Maddý Þórðar flutti til Noregs fyrir þremur og hálfu ári og nýtur sín þar vel. Hún er þessa dagana í heimsókn á Siglufirði og hefur verið að fara í gegnum dót af ýmsu tagi, sem safnast hefur upp hjá henni í gegnum tíðina, eins og víðar. Gömludagadót, kallaði eitt barn það, sem er hið ágætasta…

Vítaspyrnukeppni Mumma

Hin árlega Vítaspyrnukeppni Mumma verður á sunnudaginn kemur, 14. júlí, á sparkvellinum á Siglufirði, og mun þetta vera í 25. sinn sem hún er haldin. Keppnin hefst kl. 13.00 og er fyrir alla krakka, 12 ára og yngri. Sjá líka hér. Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ [email protected] Texti: Aðsendur.

Albatros í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Albatros er í heimsókn þessa stundina, liggur við akkeri á miðjum firðinum til klukkan 18.00 í dag. Farþegar, sem eru þýskir, eru fluttir að bryggju í léttbátum og hafa verið duglegir við að skoða bæinn, heimsækja söfn, setur, kaffihús og veitingastaði. Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins mun enda hafa farið um borð með fyrsta bát…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]