Daily Archives: 03/07/2019

Þjóðlagahátíðin 2019 að hefjast

Í kvöld hefst Þjóðlagahátíðin 2019 með tónleikum í Siglufjarðarkirkju. Af þessu tilefni var umsjónarmaður Þjóðlagasetursins, Eyjólfur Eyjólfsson, í viðtali í Föstudagsþættinum á N4 í síðustu viku. Mynd: Skjáskot úr umræddum þætti. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

9 ára í dag

Siglfirðingur.is er 9 ára í dag. Hann fór af stað 3. júlí árið 2010 eftir um mánaðar undirbúningstíma og er óháður frétta-, upplýsinga- og mannlífsvefur, tileinkaður lífinu í Siglufirði, fyrr og nú, einkum því sem er jákvætt, uppbyggjandi og gefandi, og er hafinn yfir pólitíska flokkadrætti og argaþras. Ritstjóri þakkar hinum fjölmörgu lesendum, í rúmlega…

28 þúsund gestir

Í þættinum Sumarmálum á Rás 1 í gærmorgun var rætt um Síldarminjasafnið. Fram kom að á síðasta ári hefðu gestir verið 28 þúsund og að á fyrri helmingi þessa árs hefðu þeir verið 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Slóð á þáttinn (byrjar á 13:16). Í kynningu á þættinum sagði: „Síldarminjasafn Íslands á…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is