Daily Archives: 11/06/2019

Hebridean Sky í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Hebridean Sky kom fyrr í dag til hafnar í Siglufirði og fór um kvöldmatarleytið út aftur. Svo ánægjulega vildi til að á móti farþegum tók einhver sólríkasti dagur mánaðarins, ólíkt því sem var fyrir skemmstu, þegar Seabourn Quest kom hingað. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Strákagöng á N4 í kvöld

Í kvöld er á N4 þáttur sem nefnist Strákagöng og samfélagsleg áhrif þeirra. Hann byrjar kl. 21.30. Karl Eskil Pálsson heldur um alla þræði. Er þetta sá fyrsti í röð nokkurra þátta um jarðgöng á Norðurlandi. Mynd: Úr Lesbók Morgunblaðsins 1959. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Ferðaþjónusta í öldudal

Á Ruv.is var í morgun birt viðtal við ýmsa fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi og þar á meðal Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóri Selvíkur, sem rekur Sigló hótel. Það má nálgast hér. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]