Daily Archives: 04/06/2019

Seabourn Quest í heimsókn

Skemmtiferðaskipið Seabourn Quest kom til Siglufjarðar í morgun og fór héðan seinnipartinn. Það kom ekki að bryggju heldur lagðist við akkeri úti á miðjum firðinum og þaðan var farþegum skutlað í land í minni bátum. Það var heldur kalt faðmlagið sem hinum aðvífandi gestum var boðið upp á, því í nótt varð allt grátt hér…

Saga-Fotografica og sumarið

Saga-Fotografica, að Vetrarbraut 17 hér í bæ, verður opið alla daga í sumar frá kl. 13.00–16.00. Nýjum ljósmyndasýningum verður hleypt af stokkunum 17. júní og þá verður reyndar opið frá kl. 13.00–17.00. Alltaf er heitt á könnunni þarna og margt að skoða. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Mynd: Aðsend. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]