Daily Archives: 14/05/2019

Hluti Aðalgötu lokaður út júní

Framkvæmdir eru að hefjast við endurnýjun Aðalgötu, milli Grundargötu og Tjarnargötu, að því er lesa má á heimasíðu sveitarfélagsins. Tvístefna verður á Norðurgötu milli Aðalgötu og Eyrargötu meðan á framkvæmdunum stendur, með innkomu frá Eyrargötu. Áætluð verklok eru 30. júní 2019. Kort: Fjallabyggd.is. Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson │ [email protected]

Hatari á svið í kvöld

Í ljósi þess að Hatari er að stíga á svið í kvöld í Ísrael er rétt að minna á tengingu þriggja meðlima hljómsveitarinnar við Siglufjörð, eins og gert var hér 14. mars. Bara til fróðleiks, hafi þetta farið framhjá einhverjum. Mynd: Ruv.is. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Fyrsta skemmtiferðaskipið komið

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Siglufjarðar snemma í morgun. Það var Ocean Diamond sem lagðist að Óskarsbryggju. Alls eru 39 komur 11 farþegaskipa áætlaðar til Siglufjarðar á þessu ári, frá og með 14. maí til 20. september. Með þeim koma 7.925 farþegar. Sjá nánar um það hér. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]