Daily Archives: 12/05/2019

Nanna 103 ára í dag

Strandakonan og gleðigjafinn Nanna Franklínsdóttir, elsti núlifandi íbúi Siglufjarðar, er 103 ára í dag. Hún dvelur á sjúkradeild HSN á Siglufirði. Aðeins einn Siglfirðingur hefur orðið eldri, það er Elín Jónasdóttir sem varð 104 ára. Nanna mun vera sjöundi elsti núlifandi Íslendingurinn, en 45 eru hundrað ára og eldri. Siglfirðingur.is færir henni árnaðaróskir. Sjá líka…

Boðið í fiskisúpu í dag

Sigmar Bech, sem rekið hefur Hafnarkaffi, eða Harbour House Café, undanfarið, býður til fiskisúpu kl. 14.00 í dag. Í skilaboðum sem hann sendi á Facebook í gær, sagði orðrétt: „Kæru íbúar Fjallabyggðar og nærsveitarmenn. Tíminn flýgur og nú er liðið ár frá því að ég opnaði. Í tilefni af frábærum viðtökum á þessu ári sem…

Nancy og Skarðdalsskógur

Fyrir þrem árum dvaldi Nancy Campbell myndlistarmaður og ljóðskáld í Herhúsinu á Siglufirði. Síðan hefur hún dvalið á Grænlandi og víðar og mikið fjallað um norðurslóðir í verkum sínum. Fyrir þau hefur hún fengið ýmsar viðurkenningar í Bretlandi. Þann 7. maí birtist eftir hana grein um Skarðdalsskóg í raftímaritinu The Clearing sem gefið er út…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]