Daily Archives: 01/04/2019

Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu

Á sunnudaginn kemur, 7. apríl, kl. 14.30, mun listamaðurinn Teresa Cheung vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Teresa kemur upphaflega frá Hong Kong. Hún hefur verið að vinna í lista- og menningargeiranum í yfir 8 ár. Hún hefur stjórnað sérstökum verkefnum hjá Listhús, Ólafsfirði, frá því að hún flutti…

Myndin sem prýðir Moggann

Mikael Sigurðsson, fimmtán ára gamall Siglfirðingur, á fimm dálka ljósmynd á besta stað í Morgunblaðinu í dag, þ.e.a.s. í miðopnu. Hún sýnir landsel yljandi sér á skeri í kvöldsól á Álftanesi fyrir nokkrum dögum. Þann18. janúar síðastliðinn átti hann einnig mynd í téðu dagblaði, af þistilfinku. Mynd: Mikael Sigurðsson. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] Fylgja:…

Veggjald í Strákagöngum

Fyrir sextíu árum, í mars 1959, kom Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri með þá hugmynd að tekið yrði 10,3 milljóna króna lán til að ljúka við Strákaveg og Strákagöng á þremur árum, væntanlegar fjárveitingar ríkissjóðs yrðu nýttar til að greiða niður lánið en vextir af því verði greiddir með veggjöldum. Rætt var um að gjaldið yrði 100…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]