Daily Archives: 15/03/2019

Skólaverkfall fyrir loftslagið

Nemendur efri bekkja Grunnskóla Fjallabyggðar gengu fylktu liði um sveitarfélagið upp úr hádegi í dag og tóku þar með undir mótmæli hinnar ungu, sænsku Gretu Thunberg og fjölmargra annarra í yfir 100 þjóðlöndum gegn aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. „Við erum börn og framtíð okkar skiptir máli,“ var eitt að því sem heyrðist. Og á veggspjöldum…

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í húsnæði MTR í Ólafsfirði í gærkvöldi, frá kl. 18.00-19.00. Þar lásu nemendur 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar textabrot og fluttu ljóð. Foreldrum og öfum og ömmum hafði verið boðið að hlýða á og þau sem komu sáu ekki eftir því, enda upplesturinn og öll framkoma nemenda þeim og íslenskukennara þeirra, Guðrúnu…

Nýir, glæsilegir skjalaskápar

Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar á Siglufirði var að fá nýja og rúmgóða skjalaskápa, sem gjörbylta allri starfsaðstöðu þeirra sem að því koma. Tíðindamaður leit í heimsókn þangað niður eftir í gær og skoðaði herlegheitin. Búið er að gefa skápunum nöfn úr bæjarkjörnunum í austri og vestri, til að auðvelda skráningu og leit. Þeir heita núna í stafrófsröð:…

Hlaupandi Siglnesingur

Á dögunum var hér frétt um hjólandi Siglfirðing. Nú skal vísað á eina um hlaupandi Siglnesing, Unnar Hjaltason, framkvæmdastjóra VHE í Hafnarfirði. Foreldrar hans eru Kristjana Guðmundína Jóhannesdóttir og Hjalti Einarsson. Sjá hér (bls. 3). Mynd: Skjáskot úr Fjarðarfréttum. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]