Daily Archives: 14/03/2019

Ný ljóðabók frá Þórarni

Útgáfuhóf í tilefni af útgáfu sjöttu ljóðabókar Þórarins Hannessonar verður í Ljóðasetrinu við Túngötu á morgun, föstudaginn 15. mars, kl. 20. Bókin nefnist „Listaverk í leiðinni“ en ljóðin voru samin um listaverk sem bar fyrir augu höfundar í ferð til Tenerife vorið 2018. Léttar veitingar. Lifandi tónlist. Allir velkomnir. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson…

Siglfirskir hatarar

Allir þrír tónlistarmennirnir í hljómsveitinni Hatari, sem sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins, hafa Siglufjarðartengingu. Klemens Hannigan er sonur Nikulásar Klemenssonar Hannigan, sem er skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Ránar Tryggvadóttur lögfræðings en hún er dóttir Tryggva Sigurbjarnarsonar, sem var rafveitustjóri á Siglufirði frá 1961 til 1966, og Siglinde Klein. Matthías Tryggvi Haraldsson er sonur listakonunnar Gunnhildar…

Dimma fer til Hollywood

Greg Silverman, fyrrverandi forstjóri kvikmyndarisans Warner Brothers, hefur tryggt sér réttinn á Dimmu eftir Ragnar Jónasson. Ætlunin er að framleiða sjónvarpsþáttaröð eftir sögunni en hún er upphaf þríleiks Ragnars um lögreglukonuna Huldu.“ Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Áfram sagði þar: „Á meðal þeirra mynda sem Greg Silverman lét Warner Brothers framleiða á meðan hann…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]