Daily Archives: 02/02/2019

Óvissustigi aflétt

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla var aflétt kl. 14.15 í dag. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Óvissustig enn í gildi

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla er enn í gildi, að því er sjá má á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þessa stundina gengur á með éljum á svæðinu. Mynd: Vegagerðin. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Neongular húfur í myrkrinu

Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar og  slysavarnadeildir  í Fjallabyggð gáfu á dögunum öllum nemendum skólans neongular húfur, finnskar. Þeim var fyrst skartað á degi sólarinnar, 28. janúar, þegar nemendur yngri deilda skólans við Norðurgötu á Siglufirði gengu upp að kirkjutröppum og sungu lög til að fagna því að sólin var á ný farin að varpa geislum sínum yfir…

Vantar bara hnakkana

Súkkulaðikaffihús Fríðu Bjarkar Gylfadóttur að Túngötu 40a á Siglufirði er orðið þekkt kennileiti í bænum, þótt ekki séu nema rúm tvö ár síðan það var opnað, eða nánar tiltekið 25. júní 2016. Þar hafa frá upphafi verið á boðstólum handgerðir konfektmolar úr úrvalssúkkulaði, belgísku, auk margs annars. Og heimafólk og ferðamenn, innlendir sem erlendir, hafa…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is