Daily Archives: 26/01/2019

Sumarstemmning í Siglufjarðarkirkju

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, með viðeigandi föndri og sólarvöfflum, enda bjartur mánudagurinn þá framundan, og klukkan 17.00 verður svo Kvöldsöngur, þar sem komu sólarinnar verður fagnað með ljóðalestri (Þórarinn Hannesson) og sumarlögum (almennur söngur), en gamli Sólardagurinn var einmitt 27. janúar. Lögin sem sungin verða eru Dísir vorsins, Heiðarbýlið (Fram í…

Stórkostlegar fréttir!

Þórarinn Hannesson var að setja inn mjög svo ánægjulega færslu á Facebook-síðu Ljóðaseturs Íslands. Hann skrifar: „Stórkostlegar fréttir! Það styttist í sólardaginn hjá okkur í Siglufirði. 28, janúar er opinber sólardagur okkar og þá sjáum við gleði- og lífgjafann mikla aftur eftir rúmlega tveggja mánaða bið. En sólin kom fyrr upp yfir fjöllin hjá okkur…

Ronjugengið fer suður

Hljómsveitin Ronja og ræningjarnir, fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Neon í Fjallabyggð, var á meðal þeirra sem komust í úrslit NorðurOrg í gærkvöldi og fer því í lokakeppni Samfés, sem haldin verður í Laugardagshöll seinni partinn í mars. Í núverandi skipulagi komast þrjátíu atriði þangað að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Hljómsveitin flutti lagið Back to black, en…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]