Daily Archives: 23/12/2018

Helgihald um jólin

Helgihald í Siglufirði um jól og áramót verður með eftirfarandi hætti: Aðfangadagur kl. 17.00: Aftansöngur jóla. FM Trölli verður með beina útsendingu úr Siglufjarðarkirkju. Hægt verður að hlusta á FM Trölla í Ólafsfirði, á Siglufirði og í utanverðum Eyjafirði á FM 103,7, á Hvammstanga á FM 102,5 og á Netinu um allan heim. Jóladagur kl….

Siglfirsk jól

Á Þorláksmessu árið 2010 var birt hér mjög svo áhugaverð grein eftir Jónas Ragnarsson um siglfirskt jólahald á 20. öld og í byrjun þessarar. Hana má nálgast hér. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Eftir hverju ert þú að bíða?

Anna Hulda Júlíusdóttir, djáknakandídat og verslunareigandi hér í bæ, er með hugvekju þennan 4. sunnudag í aðventu á Netkirkja.is. Annar Siglfirðingur, Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni, var með hugvekju þar 16. desember. Annar tveggja Netprestanna er þriðji Siglfirðingurinn, Díana Ósk Óskarsdóttir, sjúkrahúsprestur og ráðgjafi, hinn er eiginmaður Díönu, Fritz Már Jörgensson, prestur og ráðgjafi. Forsíðumynd: Skjáskot af…

Hólshyrnan í aðalhlutverki

Ein elsta, besta og þekktasta ljósmyndavöruverslun landsins, Beco á Langholtsvegi 84 í Reykjavík, sendi í dag á Facebook viðskiptavinum sínum jóla- og áramótakveðju, og í aðalhlutverki þar var auðvitað Hólshyrnan, drottning siglfirska fjallahringsins. Hvað annað? Mynd: Jólakortið frá Beco. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]