Daily Archives: 04/12/2018

Af siglfirskum ættum

Í dag var tilkynnt að Bogi Nils Bogason viðskiptafræðingur hefði verið ráðinn forstjóri Icelandair. Hann er sonur  Boga Nilssonar lögfræðings og fyrrverandi ríkissaksóknara og Elsu Petersen. Bogi eldri er fæddur og uppalinn á Siglufirði, sonur Nils Ísakssonar og Steinunnar Stefánsdóttur, en þau bjuggu lengi við Hólaveg. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Útgáfuhóf í Gránu

Starfsfólk Síldarminjasafnsins kynnir nýútgefna bók safnsins á útgáfuhófi í Gránu, fimmtudaginn 6. desember kl. 17.00. Bókin, Siglufjörður. Ljósmyndir / Photographs 1872-2018, er gefin út í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar – og er framlag safnsins til samfélagsins. Lesnir verða valdir kaflar úr bókinni – sagt frá tilurð hennar og vinnsluferli, en…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is