Daily Archives: 01/12/2018

Hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju

Á morgun verður hátíðarkirkjuskóli í Siglufjarðarkirkju og hefst hann kl. 11.15. Kemur hann í stað fjölskyldumessu sem ráðgert hafði verið að hafa kl. 14.00. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og kökuveitingar í tilefni aðventunnar og vera má að einhverjir rauðklæddir, skeggjaðir náungar villist þangað eins og í fyrra. Mynd og texti: Sigurður Ægisson |…

Og aftur er lokað

Ólafsfjarðarmúli og Siglufjarðarvegur eru lokaðir vegna snjóflóðahættu, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Ólafsfjarðarmúla var lokað kl. 22.00 í gærkvöldi eftir að óvissustigi hafði verið lýst yfir kl. 21.15. Forsíðumynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Kort: Vegagerðin.

Frjáls og fullvalda þjóð

Engar fréttir eru af því að Siglfirðingar hafi haldið sérstaklega upp á 1. desember 1918 að öðru leyti en því að þar hafi fánar verið dregnir að hún eins og annars staðar á landinu. En daginn áður birtist hvatningargrein í bæjarblaðinu Fram. „Loksins hafa íslendingar náð því takmarki, er þeir hafa verið að keppa að…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is