Daily Archives: 29/09/2018

Kvöldsöngur á morgun

Kvöldsöngur verður í Siglufjarðarkirkju á morgun, frá kl. 17.00 til 18.00, og markar hann upphaf vetrarstarfsins. Þar verður komandi vikum og mánuðum heilsað með tónlist og ljóðaflutningi, meðal annars eftir siglfirska höfunda. Þórarinn Hannesson og fleiri lesa. Um verður að ræða uppbyggilega og gefandi stund í notalegu umhverfi. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Vetur innan seilingar

Siglufjörður var kaldur í dag, hvítnaði næstum ofan í byggð. Héðinsfjörður var samt öllu ljósari, eins og hér undir má sjá. En spáin fyrir morgundaginn er góð, sólskin fram undir kvöld. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is