Daily Archives: 15/09/2018

Ljósamessa á morgun

Á morgun kl. 17.00 verður ljósamessa í Siglufjarðarkirkju á rólegum nótum, við almennan söng og píanóundirleik. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Hvítt í efstu brúnum

Fallegur hefur þessi septemberdagur verið nyrst á Tröllaskaga. Og er. Siglfirskir fjallatindar bera þó margir hverjir snjóhettu eftir kulda næturinnar. Hvort þessi áminning um veturinn fer eða verður á svo eftir að koma í ljós. Veðurspáin er þessi: „Austanátt, víða 10-18 m/s og rigning, en hægari og úrkomulítið N-lands fram á nótt. Norðaustan 13-20 m/s…

Myndarlegur borgarísjaki

Þessi myndarlegi borgarísjaki er þessa stundina norður af mynni Siglufjarðar og hefur fjöldi manns verið út við Strákagöng í dag að berja hann augum. Sjá líka hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Kort: Veðurstofa Íslands.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is