Daily Archives: 13/09/2018

Skrifum öll undir

Þessa dagana er í gangi rafræn undirskriftasöfnun til stuðnings bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Henni lýkur 8. október næstkomandi. Allir sem orðnir eru 18 ára mega taka þátt. Siglfirðingur.is hvetur hér með lesendur sína til dáða. Slóðin er http://listar.island.is/Stydjum/23. Undirskriftirnar verða síðan afhentar Alþingi og ríkisstjórn. Mynd: Fengin úr Morgunblaðinu í dag. Texti: Sigurður Ægisson |…

Veggspjaldasýning um mannát

Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Dagrúnu Ósk Jónsdóttur þjóðfræðing, sem var að opna Veggspjaldasýningu í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík, um mannát í íslenskum þjóðsögum. Dagrún Ósk á m.a. rætur í Siglufirði. Foreldrar hennar eru Ester Sigfúsdóttir og Jón Jónsson. Ester er dóttir Sædísar Eiríksdóttur (f. 1944) og Sigfúsar Magnúsar Steingrímssonar (f. 1942,…

Alþjóðlegt briddsmót um helgina

Norðurljósamótið, alþjóðlegt briddsmót, fer fram í íþróttahúsinu á Siglufirði um komandi helgi. Er þetta í þriðja skipti sem mótið er haldið. Alls eru 30 sveitir og 50 pör skráð til leiks, þar af flestir bestu spilarar landsins. Einnig er meðal keppenda dönsk sveit, skipuð spilurum sem oft hafa spilað á Briddshátíð í Reykjavík. Mótið hefst…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is