Daily Archives: 06/07/2018

Hátíð fyrir hálfri öld

Helgina 6.-7. júlí 1968 voru mikil hátíðahöld á Siglufirði í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli og 150 ára verslunarafmæli. Samkvæmt blaðafréttum voru á þriðja þúsund manns á Skólabalanum þegar hátíðin var sett. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp og gat um mikilvægi síldarvinnslunnar fyrir þróun þjóðfélagsins og minntist þess tíma þegar hann vann hjá Óskari Halldórssyni…

Flöskuskeyti á Siglunesi

Hinn fyrsta þessa mánaðar gengu þau Lisa Dombrowe og Ragnar Ragnarsson sem oftar Nesskriður út á Siglunes, fóru svo meðfram ströndinni fram hjá Reyðará inn í Nesdalinn og til baka yfir Kálfsskarðið. Vestan við Reyðará fundu þau flöskuskeyti í fjörunni, í plastflösku sem merkt var „BF 19.12.17“. Áhugavert væri að vita hver þessi Bára er…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is