Daily Archives: 03/07/2018

Afskekkt

Á morgun, 4. júlí, kl. 18.00–21.00, verður sýningin Afskekkt opnuð í sýningarrými Seguls 67 á Siglufirði og verður opin þar daglega á Strandmenningarhátíðinni, frá kl. 14.00 til 18.00, til 8. júlí. Listamennirnir sem taka þátt eru allir búsettir, alfarið eða að hluta, í Fjallabyggð og er áhugavert að stefna þeim saman til sýningar á Strandmenningarhátíð….

Trommukjöt í Kompunni

Á morgun, miðvikudaginn 4. júlí, kl. 14.00, opnar Freyja Eilíf sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin nefnist Trommukjöt. Til sýnis verða nýleg verk eftir listakonuna sem unnin eru eftir leiðslum út úr mannslíkamanum inn í aðra heima. „Á sýningunni Trommukjöt verða málverk, skúlptúrar og vídjóverk sem ég hef unnið sem minjar og vísbendingar annarra…

8 ára í dag

Siglfirðingur.is er 8 ára í dag. Hann fór af stað 3. júlí árið 2010 eftir um mánaðar undirbúningstíma og er óháður frétta-, upplýsinga- og mannlífsvefur, tileinkaður lífinu í Siglufirði, fyrr og nú, einkum því sem er jákvætt, uppbyggjandi og gefandi, og hafinn yfir pólitíska flokkadrætti og argaþras. Undirritaður þakkar hinum fjölmörgu lesendum, í rúmlega 100 þjóðlöndum,…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is