Daily Archives: 02/04/2018

Sigló rokkar

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og prófessor var á Siglufirði um helgina og lýsti á Facebook-síðu sinni mikilli ánægju með dvölina. Á föstudag fór Tómas „einsamall á fjallaskíðum frá Siglufirði yfir í Fljót að Brúnastöðum. Gekk upp úr þokunni norðanmeginn þar sem sólin skein á nýfallinn snjóinn. Efst var 25 cm púður en þoka og GPS tæki…

Páskaegg Veitingageirans 2018

Veitingageirinn.is hefur valið Páskaeggið 2018. Það er tvílitt með hvítu og brúnu súkkulaði og kemur úr ranni Fríðu B. Gylfadóttur. Sjá nánar hér. Forsíðumynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Mynd af páskaegginu: Veitingageirinn.is.

Sýning í Söluturninum

Í gær, páskadag, var Söluturninn við Aðalgötu tekinn í notkun eftir gagngerar endurbætur. Gömlu sjoppunni hefur verið breytt í sýningarrými og verður þar rekið gallerí með fjölbreytilegum sýningum. Fyrsta sýningin er á verkum Guðmundar Kristjánssonar, Guðmundar góða, sem margir Siglfirðingar muna vel eftir. Opið í dag, annan í páskum  milli kl. 2 og 4. Sýningin…

Fækkar aðeins

Hagstofan birti í nýliðinni viku tölur um fjölda landsmanna um síðustu áramót. Í flestum sveitarfélögum fjölgar fólki en í sumum fækkar. Þegar skoðaðar eru tölur fyrir Fjallabyggð í heild sést að á einu ári hefur íbúunum fækkað úr 2.033 í 2.015, eða um 18. Svo virðist sem fækkunin sé bundin við Siglufjörð en að íbúafjöldinn…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is