Daily Archives: 09/03/2018

Japanskur blaðamaður í heimsókn

Japanski blaðamaðurinn Shusuke Ogawa var í heimsókn í Siglufirði í gær og dag og tók viðtöl við heimamenn. Hann kom hingað til lands fyrir nokkru til að skrifa um tengsl Íslendinga við álfa og huldufólk og hefur farið víða í þeim tilgangi, m.a. vestur til Bolungarvíkur. Ástæðan fyrir því að hann lagði leið sína hingað…

Metveiði hjá Sólberginu?

Fréttastofa ríkisútvarpsins greindi frá því á þriðja tímanum í dag að frystitogarinn Sólberg ÓF-1 væri á leið til hafnar í Siglufirði með rúmlega 1.760 tonn af afla. Upphaflega var sagt frá þessu á Facebook-síðu Sjómannafélags Ólafsfjarðar. Þar er staðhæft að ekkert íslenskt skip hafi veitt meira af bolfiski í einum túr, en Fiskistofa á enn…

Breytingar í Fjallabyggð

Á næstu vikum og mánuðum verður ráðist í breytingar á útibúaneti Arion banka í Fjallabyggð með það að markmiði að aðlaga það að nýrri nálgun í bankaþjónustu, að því er fram kemur í tilkynningu sem viðskiptamönnum var send í dag. Liður í þessum breytingum er að útibúin tvö sameinast í útibúinu á Siglufirði. Sameiningin tekur gildi…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is