Daily Archives: 24/02/2018

Genis í stórsókn

Hilm­ar Jan­us­son for­stjóri líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Genis á Sigluf­irði, sem er í eigu Ró­berts Guðfinns­son­ar at­hafna­manns, seg­ir að fyr­ir­tækið und­ir­búi nú næstu stóru skref­in á markaði. Genis markaðssetti sem kunnugt er í fyrra­sum­ar fæðubót­ar­efnið Benecta inn á Bret­lands­markað og á Íslandi. Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í ítarlegri frétt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu, sem…

Barnastarf og kertamessa

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur 12.45. Kl. 17.00 verður svo kertamessa á rólegum nótum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Aðalgeir Þór Gunnarsson

Aðalgeir Þór Gunnarsson var færður til skírnar í Siglufjarðarkirkju í dag. Hann fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 1. október í fyrra. Foreldrar hans eru Hallfríður Lára Aðalgeirsdóttir og Gunnar Þór Óðinsson. Skírnarvottar voru Íris Elfa Aðalgeirsdóttir, Daníel Pétur Baldursson, Una Agnarsdóttir og Hildur Una Óðinsdóttir. Aðalgeir M. Jónasson hélt á dóttursyni sínum og nafna undir…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is