Daily Archives: 05/01/2018

Aðalheiður fær listamannalaun

Í dag var tilkynnt um úthlutun úr launasjóðum listamanna. Alls bárust 852 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum og var úthlutað til 369 listamanna. Í þeim hópi er Siglfirðingurinn Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, sem hlaut sex mánaða laun úr Launasjóði myndlistarmanna. „Ég er svo lukkuleg,“ sagði Aðalheiður á Facebook. „Til hamingju allir sem fá laun.“…

Netflix leitar að aukaleikurum

Val á aukaleikurum fyrir erlenda kvikmynd verður á morgun, laugardaginn 6. janúar, á Snyrtistofu Hönnu, Norðurgötu 4b á Siglufirði, milli kl. 11.00 og 15.00. Senurnar verðar teknar 9., 10. og 15. janúar næstkomandi. Þau sem taka þátt verða einungis einn af þessum dögum. Um er að ræða greitt verkefni fyrir Netflix. Áhugasöm eru hvött til…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is