Daily Archives: 04/11/2017

Kirkjuskóli á morgun

Barnastarf Siglufjarðarkirkju þennan veturinn heldur áfram í fyrramálið, hefst kl. 11.15 en stendur ekki nema til kl. 12.30 að þessu sinni, í stað kl. 12.45. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Fyrsti snjór vetrarins kominn

Siglufjörður varð hvítur í einni svipan aðfaranótt föstudags og í gærdag hélt áfram að snjóa. Myndin hér fyrir ofan var einmitt tekin þá. Enn er allt við það sama hvað litinn varðar, en ofankoma engin og veður stillt. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Nýr sveppur finnst í Siglufirði

Staðfest var nýverið í rannsókn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri að sveppur sem fannst í Skarðdalsskógi í Siglufirði í ágúst 2016 hefur aldrei áður fundist hér á landi, svo vitað sé. Sá var turkisblár að lit yfir hattinn og með áberandi kraga, stafurinn var 4-8 mm breiður, hvítur og sléttur ofan kraga en fölgrænleitur og með…

Nánar um húsaskiltin

Eins og lesa mátti hér 9. október síðastliðinn gaf Ytrahúsið-áhugamannafélag á Siglufirði nokkrum gömlum og sögufrægum húsum bæjarins vönduð, emaleruð nafnskilti þann 24. september. Þau voru gerð í Þýskalandi og hafði járnvöruverslunin Brynja í Reykjavík milligöngu um það. Um er að ræða hús í miðbæ Siglufjarðar sem notið hafa verulegra endurbóta og viðhalds á undanförnum árum,…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is