Daily Archives: 04/10/2017

Síldarminjasafnið hlýtur umhverfisverðlaunin

Síld­ar­minja­safnið á Sigluf­irði hlýtur Um­hverf­is­verðlaun Ferðamála­stofu árið 2017 fyr­ir fegr­un um­hverf­is og bætt aðgengi. Verk­efnið var loka­áfangi í bygg­ingu bryggjupalla milli safn­hús­anna þriggja og upp­setn­ingu lýs­ing­ar á svæðinu. Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, til­kynnti um verðlaun­in á ferðamálaþingi 2017 í Hörpu í dag og af­henti full­trú­um Síld­ar­minja­safns­ins, þeim Anitu Elef­sen og Örlygi Krist­finns­syni, verðlauna­grip­inn…

Grátt í fjöllum

Það gránaði í siglfirsku fjöllin í nótt, svona til að minna okkur á að veturinn er innan seilingar. Að vísu náðu hvítu klæðin aðeins niður undir miðjar hlíðar, en í Héðinsfirði öllu neðar eða ofan í fjallsrætur. Hvort þetta er eitthvað sem er komið til að vera er óvíst því framundan eru einhver hlýindi. Og…

Útfarir á laugardögum kl. 11.00

Útfarir í Siglufjarðarprestakalli verða eftirleiðis kl. 11.00 á laugardögum yfir vetrartímann, þ.e.a.s. ef óskað er eftir þeim vikudegi. Þetta var ákveðið á fundi í Siglufjarðarkirkju í gær. Yfir sumarmánuðina – júní, júlí og ágúst – verður ekki jarðsungið um helgar, heldur einungis á virkum dögum, en þá eru fleiri tímasetningar í boði, og það á…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is