Daily Archives: 22/08/2017

Siglufjarðarkirkja 85 ára

Mánudaginn 28. ágúst næstkomandi á Siglufjarðarkirkja 85 ára vígsluafmæli. Þann 16. maí 1931 var byrjað að grafa fyrir byggingunni og 29. júlí var steypuvinnu lokið á veggjum og lofti og ráðist í að steypa turninn. Hinn 15. ágúst 1931 var hornsteinninn lagður með viðhöfn en þá var kirkjan nær fokheld. Veturinn 1931–1932 var hún fullsmíðuð…

Litla ljóðahátíðin

Föstudaginn næsta, 25. ágúst kl. 20.00, kemur Litla ljóðahátíðin í heimsókn í Alþýðuhúsið á Siglufirði. Hér er um að ræða ljóðakvöld þar sem nokkur fremstu skáld þjóðarinnar koma fram í einstöku andrúmslofti Alþýðuhússins. Þetta eru: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Kristín Ómarsdóttir og Lommi. Sérstakur gestur verður Vilhjálmur B. Bragason. Myndir og texti: Aðsent.

Bréf til bæjaryfirvalda II

Bæjarráð Fjallabyggðar Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar   Við undirritaðir viljum  fyrir hönd  Siglfirðinga „heima og að heiman“ og vini Siglufjarðar sækja um að fá að reisa styttu á Ráðhústorgi, til minningar um Ágúst Gíslason sjómann og kristniboða. Í lifanda lífi var hann  oftast nefndur „Gústi guðsmaður“. Ágúst var fæddur í Hvammi í Dýrafirði árið 1897….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is