Daily Archives: 24/05/2017

Siglufjarðarkirkja á morgun

Á morgun, uppstigningardag, 25. maí, sem jafnframt er Dagur aldraðra, verður sameiginleg guðsþjónusta Ólafsfjarðar- og Siglufjarðarprestakalls í Siglufjarðarkirkju. Ræðumaður verður Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur, prófessor emeritus. Kirkjukór Siglufjarðar og Vorboðakórinn syngja. Undirleikarar og stjórnendur verða Rodrigo J. Thomas og Sturlaugur Kristjánsson. Boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Mynd og texti: Sigurður…

Túngatan lokuð næstu vikur

Framkvæmdir eru að hefjast á endurnýjun Túngötu, milli Aðalgötu og Eyrargötu. Hjáleið verður um Þormóðsgötu og Lækjargötu meðan á framkvæmdunum stendur og Lækjargatan verður tvístefnugata. Einnig verður hægt að komast að bílastæðum á móti Vínbúðinni og til móts við Arion banka og Ljóðasetrið. Sjá nánar á meðfylgjandi korti. Framkvæmdunum á að ljúka í lok júní….

Ekkert Síldarævintýri þetta árið

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að Síldarævintýrið á Siglufirði verði ekki haldið í ár. Enginn hafi sýnt því áhuga að halda hátíðina og bæjarfélagið muni ekki gera það. Á fundi bæjarráðs 28. mars var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum til viðræðna við Fjallabyggð um framkvæmd Síldarævintýrisins 2017. Á fundi bæjarráðs í gær kom fram að engin…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is