Daily Archives: 16/05/2017

Yfirlitssýning á verkum Abbýar

Laugardaginn 20. maí kl. 14.00 opnar Arnfinna Björnsdóttir, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, sýningu í Ráðhússalnum að Gránugötu 24. Siglufirði. Hún verður opin til kl. 17.00 þann dag. Einnig verður opið sunnudaginn 21. maí frá kl. 14.00 til 17.00. Sýningin er yfirlitssýning á verkum Abbýar, eins og hún er kölluð, frá fyrstu verkum og til dagsins í dag….

Fermt á 100 ára afmæli bæjarins

Á fundi í safnaðarheimilinu í kvöld með foreldrum fermingarbarna næsta vetrar var ákveðið að ferming árið 2018 verði á hvítasunnudag, 20. maí, kl. 11.00. Þá er jafnframt 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is