Daily Archives: 28/11/2016

Ríma og Ísold í Siglufjarðarkirkju

Annað kvöld, 29. nóvember, munu Kvæðamannafélagið Ríma og Kammerkórinn Ísold halda sameiginlega tónleika í Siglufjarðakirkju. Á dagskránni eru rímnalög, tvísöngslög, jólalög og önnur lög sem hóparnir syngja ýmist saman eða hvor í sínu lagi og hefst dagskráin kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis en tekið við frjálsum framlögum. Allir hjartanlega velkomnir! Mynd, plakat og texti: Aðsent.

Nýr meirihluti í Fjallabyggð

Í þessu var að berast yfirlýsing frá Jafnaðarmönnum í Fjallabyggð og Sjálfstæðisflokknum í Fjallabyggð vegna myndunar nýs meirihluta í Fjallabyggð. Þar segir: Jafnaðarmenn í Fjallabyggð og Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hafa stofnað til meirihlutasamstarfs í Fjallabyggð. Málefnasamningur milli framboðanna tveggja var samþykktur af Jafnaðarmannafélagi Fjallabyggðar og fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð í kvöld. Steinunn María Sveinsdóttir, oddviti…

Breyttur fundarstaður

Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar auglýsir: Haldinn verður félagsfundur á Kaffi Klöru í Ólafsfirði í dag, mánudaginn 28. nóvember, kl. 18.00, en ekki í Húsi eldri borgara eins og auglýst hafði verið. Fundarefni: Málefnasamningur milli S-lista Jafnaðarmanna og D-lista Sjálfstæðisflokks. Stjórnin. Mynd og texti: Aðsent.

Gunnar Smári Helgason

Gunnar Smári Helgason er kominn af uppfinningamönnum í föðurættina og smiðum í móðurættina og er lifandi goðsögn í heimi íslenskrar tónlistar. Fingraför hans má sjá á margri hljómplötunni sem tekin hefur verið upp og gefin út, allt frá 8. áttunda áratug síðustu aldar. Þar á meðal hafa verið kunnustu músíkantar þjóðarinnar. Bara einu sinni gafst…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]