Daily Archives: 29/07/2016

Ljósmyndasýning

Svissneski ljósmyndarinn Walter Huber sýnir í Saga Fotografica á Siglufirði á morgun og sunnudag, 30. og 31. júlí. Huber vann fyrstu verðlaun í samkeppni svissneskra náttúruljósmyndara í fyrra og var jafnframt valinn ljósmyndari ársins. Verðlaunamyndina, sem sjá má hér að ofan, tók hann úr þyrlu austan við Mýrdalsjökul. Saga Fotografica er á Vetrarbraut 17 og…

Kveðið úr kirkjuturninum

Margir hafa veitt athygli undarlegum söng sem hljómað hefur að undanförnu úr kirkjuturninum á Siglufirði – á hádegi og síðdegis. Skal nú upplýst að þarna var um „listrænan gjörning“ að ræða sem koma átti forsvarsmönnum og gestum Þjóðlagahátíðar á óvart. Ónefndur heimamaður kvað þar gamla stemmu um ellina, þegar fátt er annað eftir en yndið…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]