Daily Archives: 08/07/2016

Snjór í efstu tindum

Í dag, 8. júlí 2016, snjóaði í efstu tinda í Siglufirði. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á 12. tímanum í kvöld og sýna annars vegar inn Skútudalinn, þar sem Móskógahnjúkur hefur fengið hvítan topp, og hins vegar efstu brúnir Hólshyrnu. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Líkan af Drangi

„Á mánudag færðu Sigurður, Snæbjörn og Jósef Guðbjartssynir, Jón Ellert Guðjónsson og fjölskyldur þeirra Síldarminjasafninu líkan af flóabátnum Drangi. Sigurður, Snæbjörn og Jósef eru synir Guðbjarts Snæbjörnssonar fyrrum skipstjóra á Drangi. Drangur er stór þáttur í samgöngusögu Fjallabyggðar, þ.e. bæði Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, en á árunum 1946-1991 sigldi hann á norðlenskar hafnir tvisvar til þrisvar…

Ein af sumarbókunum í ár

Stærsta bókabúðakeðja Frakklands, Fnac, hefur valið Snjóblindu sem eina af sumarbókunum í ár, og hér má sjá uppstillingu úr tveimur Fnac bókabúðum í dag, nálægt Champs-Élysées og í Montparnasse. Snjóblinda er enn á lista yfir mest seldu bækur Frakklands, nú í 42. sæti, og var nýlega endurprentuð í annað sinn. Myndir: Aðsendar. Texti: Sigurður Ægisson…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]