Daily Archives: 04/05/2016

Skólasýning í dag

Í dag, 4. maí, verður opið hús í Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem verk nemenda verða til sýnis. Við Norðurgötu á Siglufirði verður opið kl. 16.00-18.00 og við Tjarnarstíg í Ólafsfirði kl. 17.00-19.00. Kaffisala á vegum 9. bekkjar verður í báðum skólahúsum. Meðfylgjandi ljósmynd er frá sýningunni 2013. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Dagur aldraðra á morgun

Á morgun, uppstigningardag, 5. maí, sem jafnframt er Dagur aldraðra, verður almenn guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju. Hún hefst kl. 14.00. Sr. Gylfi Jónsson á Hólum prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Siglufjarðar og Vorboðakórinn syngja. Eldriborgarar lesa ritningarlestra. Að guðsþjónustu lokinni býður Systrafélag Siglufjarðarkirkju kirkjugestum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu. Mynd og texti: Sigurður Ægisson |…

Silkitoppa í heimsókn

Aðfaranótt þriðjudagsins 3. maí snjóaði fyrir norðan, þ.m.t. í Siglufirði, og út úr muggunni kom óvænt silkitoppa, blaut og hrakin. Hún náðist snemma morguns, var komið inn í hlýjuna um stund til þerris og fékk svo á hægri fót sinn númerað álmerki frá Náttúrufræðistofnun Íslands og var sleppt að því búnu. Silkitoppa verpir í furuskógum…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]