Daily Archives: 02/05/2016

Hjólað í skólann

„Nokkrir krakkar úr 6. og 7. bekk komu hjólandi langa leið í skólann í morgun. Þessir nemendur eru allir búsettir á Siglufirði og komu hjólandi til Ólafsfjarðar ásamt fylgdarmanni. Ferðin tók um 55 mínútur og verður örugglega endurtekin að þeirra sögn.“ Þetta gaf að lesa á heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar í dag. Nemendurnir, sem fóru þessa…

Aðalfundur KF

Aðalfundur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) fer fram þriðjudaginn 3. maí 2016 í vallarhúsinu á Ólafsfirði og hefst kl. 17.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn, foreldrar og áhugafólk um knattspyrnu eru hvött til að mæta. Stjórn KF Mynd og texti: Aðsent.

Krían er komin

Krían er komin í Siglufjörð. Tíu eða svo voru yfir Langeyrartjörn skömmu fyrir hádegi. Og æðarfuglinn er byrjaður að verpa. Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. Úr safni.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is