Daily Archives: 20/04/2016

Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn er á morgun, Sumardaginn fyrsta. Hann hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Að þessu sinni opna 17 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi og ókeypis aðgang í tilefni dagsins. Þema ársins er „Hafið bláa hafið“. Á Siglufirði verður opið á þremur stöðum. Þetta…

Skipt um rafmagnskapla

Í dag, 20. apríl, mun standa yfir vinna við að skipta um skemmda rafmagnskapla í munna Héðinsfjarðarganga í Skútudal. Að sögn Páls Kristjánssonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri, má búast við skertri lýsingu meðan á vinnu stendur. Myndin hér fyrir ofan var tekin skömmu fyrir hádegi. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]