Daily Archives: 26/03/2016

Siglufjarðarkirkja á morgun

Klukkan 08.00 í fyrramálið, páskadag, verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju, með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukór Siglufjarðar syngur. Auk þess mun Tinna Hjaltadóttir, 7 ára gömul, flytja lagið Hallelúja eftir Leonard Cohen með íslenskum texta Jóhönnu Friðriku Karlsdóttur, við gítarundirleik Rodrigo J. Thomas, sem jafnframt er kórstjóri og orgelleikari. Hér má líta inn á æfingu þeirra…

Byrjuðu með fjórar hendur tómar

Bakaríið á Siglufirði er á góðri leið með að verða miðdepill hins gamla síldarpláss þessi misserin, ef það er ekki nú þegar orðið það, því þangað streymir fólk alls staðar að til að ná sér í eitthvert gúmmelaði eða þá bara setjast niður með kaffibolla eða te í hönd, slappa af og njóta þess sem…

Saga-Fotografica opið

Ljósmyndasögusafnið að Vetrarbraut 17 hér í bæ, Saga-Fotografica, verður opið í dag frá kl. 13.00 til 16.00. Þar er alltaf heitt á könnunni og margt að skoða. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]