Daily Archives: 23/03/2016

Gagginn opinn um páskana

Sala íbúða í Gagganum er að hefjast. Þar verður opið hús um páskana, en búið er að innrétta tvær sýningaríbúðir. Opið verður frá skírdegi til páskadags frá kl. 13.00 til 14.00 og svo frá 17.00 til 18.00. Sjá nánar hér. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Páskasýning

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar heldur ljósmyndasýningu í Bláa Húsinu á Rauðkutorgi um páskana. Sautján félagar í klúbbnum sýna þar myndir, auk þess sem sýndar verða litmyndir sem Hjörtur Karlsson, sem lést árið 2000, tók um og upp úr miðri síðustu öld. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 18.00 á skírdag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag. Auk…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]