Daily Archives: 13/03/2016

Kirkjuskólaslútt

Barnastarfi Siglufjarðarkirkju lauk í dag. Var þetta 17. samvera vetrarins, en þær hafa varað eina og hálfa klukkustund í senn hver um sig. Lætur nærri að 70-80 manns hafi hvern einasta sunnudag sótt þetta starf að jafnaði undanfarin ár – leikið, sungið, fræðst, unað sér í safnaðarheimilinu við föndur eða eitthvað annað og þegið hádegishressingu,…

Ofsaveður í kvöld

Spáð er stormi eða roki (20-25 m/s) seinni partinn í dag, en ofsaveðri (yfir 30 m/s) NV-til í kvöld. Smám saman dregur úr vindi í nótt. Hér fyrir neðan má líta spákort Veðurstofu Íslands annars vegar og Belgings.is hinsvegar varðandi stöðuna um miðnættið. Myndir: Belgingur.is og Vedur.is. Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is