Daily Archives: 27/02/2016

Barnastarf og kertamessa

Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað í fyrramálið, hefst kl. 11.15 og lýkur 12.45. Kl. 17.00 á morgun verður svo kertamessa á rólegum nótum. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Gospelkór Akureyrar

Gospelkór Akureyrar heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju í kvöld, laugardaginn 27. febrúar, kl. 20.00. Gestasöngvarar verða tvær litlar dömur, systurnar Ragnhildur og Sigurbjörg Guttormsdætur. Hér má sjá þá fyrrnefndu á jólatónleikum 2015. Mikið talent þar á ferðinni. Miðaverð er 2.000 kr. Enginn posi á staðnum. Sjá líka hér. Mynd og auglýsing: Aðsent. Texti: Sigurður Ægisson |…

Frábært útivistarveður

Árlegir Vetrarleikar UÍF hófust í gær, föstudaginn 26. febrúar, og munu standa til 6. mars. Sjá nánar hér. Frábært veður hefur að undanförnu verið til útivistar hverskonar í Ólafsfirði og Siglufirði, bjart og notalegt, og það er eins þennan laugardaginn, enda margt fólk á stjái innfjarðar, ýmist gangandi eða skíðandi. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin skömmu…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is