Daily Archives: 13/02/2016

Fallegur dagur

Þeir gerast varla fegurri dagarnir en sá sem nú er að kveldi kominn. Fjöldi fólks nýtti sér enda tækifærið til útivistar hér nyrðra, skellti sér á skíði eða bara sleikti sólina á göngu. Meðfylgjandi ljósmyndir tala sínu máli. Myndir: Anna Hulda Júlíusdóttir | [email protected] Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Enginn kirkjuskóli á morgun

Ekkert barnastarf verður á morgun í Siglufjarðarkirkju. Vetrarfrí var í Grunnskóla Fjallabyggðar á fimmtudag og föstudag og margt fólk úr bænum. Hefur starfsfólk kirkjunnar því jafnan tekið sér vetrarfrí um það leyti. Næsti kirkjuskóli verður 21. febrúar kl. 11.15 og næsta guðsþjónusta 28. febrúar kl. 17.00. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]