Daily Archives: 30/11/2015

Hraðþjónustunámskeiðum frestað

Hraðþjónustunámskeiðum Arion banka sem áttu að fara fram í dag og á morgun, 30. nóvember og 1. desember, á Siglufirði og 1. desember í Ólafsfirði hefur verið frestað vegna veðurs og ófærðar. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Birna Rún Gísladóttir Markaðsdeild Þróunar- og markaðssvið Arion banki hf. Mynd og texti: Aðsent.

Jólalögin okkar

Kirkjukór Siglufjarðar var að gefa út fallegan hljómdisk sem inniheldur tíu hugljúf og hátíðleg jólalög sem koma úr ýmsum áttum (sjá meðfylgjandi lagalista). Hann nefnist Jólalögin okkar. Æfingar byrjuðu í september og fóru upptökur fram í Siglufjarðarkirkju um miðjan nóvember. Stjórnandi kórsins, Rodrigo J. Thomas, sá um upptökur og eftirvinnslu hljóðblöndunar. Mogomusic ehf. sá um …

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]