Daily Archives: 21/08/2015

Ertu klár í Útsvar?

„Fjallabyggð hefur borist boð frá RÚV um að senda lið til keppni í árlegan sjónvarpsþátt þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í spurningaleik. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn. Hin sextán voru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og Fjallabyggð var eitt þeirra sveitarfélaga sem var…

Grunnskólinn settur

Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur á mánudaginn kemur, 24. ágúst. Kennsla mun svo hefjast þriðjudaginn 25. ágúst samkvæmt stundatöflu. Sjá nánar hér. Mynd: Úr safni. Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Baldursbrá frumflutt í Hörpu

Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 29. ágúst næstkomandi og er miðasala hafin á harpa.is. Baldursbrá, sem er að hluta til upprunnin á Siglufirði, var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöngleikja. Uppsetningin nú er samstarfsverkefni Litla…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is