Daily Archives: 01/08/2015

Útimessa í fyrramálið

Á morgun, sunnudaginn 2. ágúst, verður útimessa við harmonikkuundirleik Sturlaugs Kristjánssonar í Brúðkaupslundinum í Skarðdalsskógi, dýrlegum stað sem er svo nefndur eftir að Guðrún Hafdís Ágústsdóttir og Jacob Høst gengu þar í hjónaband 20. júlí 2002. Lundurinn er neðarlega í skóginum og er farið þangað eftir stíg sem liggur framhjá Skarðdalskoti. Ef komið er inn…

Svavar kominn heim

Óhætt er að segja að Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður hafi náð vel til áheyrenda og áhorfenda í Siglufjarðarkirkju fyrr í kvöld þegar hann bauð bæjarbúum og gestum á ókeypis tónleika. Hann flutti lög eftir sjálfan sig, meðal annars eitt sem hann samdi í gær í Skagafirði, og einnig nokkur þekkt lög eftir aðra. Milli laga…

Söltunargengið heimsótti sjúkrahúsið

Söltunargengið kom í óvænta heimsókn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði um kaffileytið í dag og bauð upp á síldarsmökkun, ásamt því að flytja nokkur klassísk sjómannalög við mikla ánægju og þökk viðstaddra. Er þetta framtak á miðju Síldarævintýri til mikillar fyrirmyndar. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Sigló Hótel risið við bátadokkina

Sigló Hótel, með gistirými fyrir allt að 140 manns, er risið í gamla síldarbænum yst á Tröllaskaga, nánar tiltekið að Snorragötu 3. Það var formlega opnað 19. júlí síðastliðinn og er nýjasta skrautfjöðrin í hatt Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, enda hið glæsilegasta í alla staði, og einn liður í mikilli uppbyggingu hans þar í firði, sem…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]