Daily Archives: 24/07/2015

Silfur hafsins

Alexandra Griess og Jorel Heid sem dvelja í Herhúsinu hafa undanfarna daga unnið að því að setja upp skúlptúr á landfyllingunni austan við Róaldsbrakka. Þetta er hreyfilistaverk eða vindskúlptúr með 1000 síldum. Þau ætla að opna sýninguna kl. 19.00 í kvöld. Allir hjartanlega velkomnir. Örlygur Kristfinnson, safnstjóri Mynd og texti: Aðsent.

Strandblaksmót Rauðku

Strandblaksmót Rauðku fer fram laugardaginn 1. ágúst og hefst kl. 11.00. Tveir og tveir eru saman í liði og þátttökugjaldið er 5.000 kr. á lið. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki og verður deildarskipt. Karlarnir munu byrja kl. 11.00 en konurnar strax og karlarnir eru búnir. Glæsilegir vinningar eru fyrir efstu sætin ásamt happdrætti í…

Systrafélaginu færð vegleg gjöf

Börn Gunnlaugs Jónssonar og Þuríðar Andrésdóttur færðu á dögunum Systrafélagi Siglufjarðarkirkju að gjöf 130.000 krónur, sem samsvarar 10.000 krónum á hvert og eitt þeirra. Í gjafabréfinu til Systrafélagsins kváðust þau hafa séð fyrir sér að þessi peningagjöf myndi geta komið safnaðarheimilinu að notum við fyrirhugaðar breytingar á eldhúsinu þar. Vilja Systrafélagskonur koma á framfæri hér…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is