Daily Archives: 23/07/2015

4ra ganga mótið

Um síðustu helgi, 17.-19. júlí, fór fram 4ra ganga mótið svokallað, þar sem hjólað var um 85-90 km leið um fern jarðgöng og fjóra þéttbýliskjarna frá Siglufirði til Akureyrar. Úrslit má sjá hér. Myndir hér. Mynd: Mikael Sigurðsson. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Nóg að gera hjá yngri flokkunum

KF og Dalvík hafa í sumar unnið náið saman í yngriflokkastarfinu og hefur samstarfið gengið vel. Þetta er þriðja sumarið sem félögin vinna saman og starfið er alltaf að eflast og verða betra. Undanfarnar helgar hafa lið frá félögunum verið að taka þátt í stórum félagsmótum víðsvegar um landið. Fyrstu helgina í júlí tóku 15…

Lokun vega um helgina

Nokkrir vegir í Skagafirði verða lokaðir tímabundið um helgina, 24.–25. júlí, með leyfi Vegagerðar og lögreglu, vegna þriðju umferðar í Íslandsmótinu í rallý. Föstudagur: • Þverárfjall kl. 18.15–18.55 og 19.15–19.55 • Sauðárkrókshöfn kl. 20.00–21.30 Laugardagur: • Mælifellsdalur kl. 9.20–12.00 • Vesturdalur kl. 11.40–13.25 • Nafir kl. 14.15–15.25   Bílaklúbbur Skagafjarðar Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Aðsendur.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]