Daily Archives: 10/07/2015

Yfirlitssýning

Siglfirðingurinn Ásmundur Jón Jónsson (Dengsi) opnar myndlistarsýningu í Gamla frystihúsinu hans Óskars Halldórssonar, Marmarasteypu Þórðar Þórðar, Aðalgötu 6 b, í dag, föstudaginn 10. júlí, og verður hún opin frá kl. 20.00-22.00. Sýningin er yfirlitssýning mynda sem eru unnar eftir að hann hóf nám við Myndlistarskólann á Akureyri árið 2011. Sýningin verður einnig opin á laugardag…

Fjögur skáld á ferð

Skáldin Eyþór Rafn Gissurarson, Hjörtur Pálsson, Hrafn Andrés Harðarson og Sigríður Helga Sverrisdóttir munu flytja ljóð sín á Ljóðasetrinu á Siglufirði í dag, föstudaginn 10. júlí, kl. 16.00. Þau eru öll félagar í Ritlistarhópi Kópavogs. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Mynd og texti: Aðsent.

Stigamót í strandblaki

Nú um helgina fer fram Stigamót BLÍ í strandblaki á Siglufirði. Keppt verður í kvenna- og karladeildum en alls munu 10 lið taka þátt. Spilað er frá kl 17.00 til 21.00 á föstudeginum og frá 08.30-21.30 á laugardeginum. Mótið er hið fjórða í röðinni en síðasta mót var haldið á Þingeyri. Mótshaldarar hvetja fólk til…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]