Daily Archives: 09/06/2015

Sea explorer 1

Skemmtiferðaskipið Sea Explorer 1, með 120 farþega innan borðs, kom til Siglufjarðar um kl. 13.00 í dag og er það í annað sinn þetta sumarið sem það heimsækir staðinn. Næsta skemmtiferðaskip verður hér kl. 08.00 þann 15. júní næstkomandi, Ocean Diamond, sem þá er að koma í þriðja sinn. Farþegar verða 190. Mynd og texti:…

Tombóla fyrir Rauða krossinn

Sumarið er komið í Siglufjörðinn, alla vega í bili. Þessar stúlkur, Margrét og Isabella, notuðu tækifærið og seldu ýmsan varning í miðbænum í dag til styrktar Rauða krossinum og gekk bara vel. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Jóel Kristjánsson sparisjóðsstjóri

Stjórn AFL sparisjóðs ses. hefur ráðið Jóel Kristjánsson í starf sparisjóðsstjóra og er hann ráðinn tímabundið þar til að samrunaferli AFLs við Arion banka er lokið.  Jóel er fyrrverandi útibússtjóri Arion banka á Sauðárkróki og hefur nýlega látið af störfum þar. Jóel er 59 ára gamall og er sjávarútvegsfræðingur að mennt. Hann er fæddur og…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is