Daily Archives: 06/06/2015

Varp í fullum gangi

Þessi heiðlóa lá á eggjum sínum á ónefndum stað í Siglufirði í dag og er ákveðin í að koma upp ungum, þrátt fyrir hina köldu sumartíð. Hún var nefnilega búin að verpa fyrir síðasta hret og er aðdáunarvert að vita til þess að hún og aðrir fuglar skuli hafa þraukað, á kafi í snjó. En…

Sara Sól

Sara Sól var skírð í Siglufjarðarkirkju fyrr í dag. Hún fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Vigdís Norðfjörð Guðmundsdóttir og Ragnar Már Hansson. Skírnarvottar voru Lára Norðfjörð Guðmundsdóttir og Kristín Pálsdóttir.   Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn. Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Tvö skemmtiferðaskip í höfn

Tvö skemmtiferðaskip eru í höfn í Siglufirði þessa stundina. Þau komu bæði í morgun. Annað er Ocean Diamond, sem var hér 30. maí síðastliðinn og á eftir að koma nokkrum sinnum í viðbót í sumar, og hitt er Sea Spirit, með 120 farþega um borð. Gert er ráð fyrir að Ocean Diamond fari héðan klukkan…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]