Daily Archives: 11/05/2015

630 bílar á sólarhring?

Umferð um Héðinsfjörðinn hefur aukist mikið það sem af er ári, borið saman við sama tímabil á síðasta ári, eða um 6,7%, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Nú stefnir í að meðalumferð á dag um göngin (ÁDU) verði um 630 (bílar/sólarhring). Umferð jókst fyrstu þrjá mánuði ársins en dróst…

Smyrill með bráð

Smyrill, karlfugl, lenti með bráð í klóm við hús Ingvars Erlingssonar og Sigurlaugar Rögnu Guðnadóttur, að Suðurgötu 78, á föstudaginn var, 8. maí, og náði frúin meðfylgjandi ljósmynd af borðhaldinu. Að líkindum féll þarna hrossagaukur. Mynd: Sigurlaug Ragna Guðnadóttir. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]