Daily Archives: 21/04/2015

Aldursdreifing íbúa 1998 og 2015

Það hefur lengi verið þekkt að meðalaldur íbúa Fjallabyggðar, ekki síst Siglufjarðar, hefur verið hærri en flestra annarra sveitarfélaga. Nú hefur Samband íslenskra sveitarfélaga birt á vefsíðu sinni skjal sem sýnir breytingar á aldurssamsetningu sveitarfélaga frá 1998 til 2015. Þegar skoðaður er svonefndur aldurspýramídi fyrir Fjallabyggð má greinilega sjá hvernig fjölgað hefur hlutfallslega í elstu…

Söngur að vori

Hið frábæra tónlistarfólk Kristjana Arngrímsdóttir og eiginmaður hennar, Kristján Eldjárn Hjartarson, á Tjörn í Svarfaðardal, verður með tónleika í Siglufjarðarkirkju 7. maí næstkomandi, kl. 21.00. Þeir nefnast „Söngur að vori“. Þar verða gömul lög flutt í bland við ný. Miðaverð er 3.000 krónur. Hér er örlítið sýnishorn. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson |…

Kökubasar á morgun

Hinn árlegi kökubasar Foreldrafélags Leikskála verður haldinn á morgun, 22. apríl, kl. 13.00, í Kiwanishúsinu við Aðalgötu. Eflaust verður þar fjöldinn allur af gómsætum tertum og brauði, svo nú er bara um að gera að líta þar inn og versla og styrkja um leið krílin í bænum. Mynd: Fengin af Netinu. Texti: Sigurður Ægisson |…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]