Daily Archives: 01/03/2015

Bakkelsi að norðan

„Þingmennirnir Össur Skarphéðinsson og Árni Páll Árnason eru sólgnir í bakkelsi frá Aðalbakaríinu á Siglufirði. Þeir eru svo heppnir að félagi þeirra í Samfylkingunni, Kristján Möller, er Siglfirðingur í húð og hár og þegar hann heimsækir heimahagana fer hann alltaf með pöntun frá félögum sínum.“ Þetta má lesa í vefútgáfu Séð og heyrt. Nánar hér….

Ágætis sleðafæri

Það hefur kyngt niður snjó hér nyrðra undanfarinn sólarhring, og þar til um miðjan dag virtist ekkert lát á ofankomunni. Þessi börn, sem á myndinni eru, höfðu þó ekki undan neinu að kvarta enda sleðafæri með ágætum í Siglufirði þótt skyggni væri kannski eitthvað minna. Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]